„Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2020 15:02 Meðlimir bandsins fóru í viðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Marinó Geir Lilliendahl sést hér fremstur í mynd. Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32
Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31
Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“