Íslenski boltinn

„Bjarni Guðjónsson fótboltaséní er þvílíkur toppmaður“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Guðjónsson hefur gert nánast allt hjá KR-liðinu undanfarin rúma áratug. Hann hefur verið óbreyttur leikmaður, fyrirliði, þjálfari og nú síðast aðstoðarþjálfari.
Bjarni Guðjónsson hefur gert nánast allt hjá KR-liðinu undanfarin rúma áratug. Hann hefur verið óbreyttur leikmaður, fyrirliði, þjálfari og nú síðast aðstoðarþjálfari. Vísir/Bára

Aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR bjargaði verðlaunarithöfundi og fékk fyrir mikið hrós á Twitter.

Bjarni Guðjónsson hjálpaði ekki aðeins KR að endurheimta Íslandsbikarinn í knattspyrnu síðasta haust því hann kom verðlaunarifhöfundi líka til bjargar á jeppanum sínum í dag.

Íslenski rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson vildi skilja kveðju til Bjarna Guðjónssonar í færslu á Twitter síðu sinni.

Stefán Máni tognaði í miðju tíu kílómetra hlaupi en fékk far hjá aðstoðarþjálfara Íslandsmeistara KR þegar hann var í vandræðum að komast aftur heim.

Kveðjuna hans Stefáns Mána má sjá hér fyrir neðan.

Stefán Máni hefur í þrígang hlotið íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, árið 2007 fyrir Skipið, 2013 fyrir Húsið og 2014 fyrir Grimmd. Bækurnar hafa einnig verið valdar sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins.

Bjarni Guðjónsson hefur auk þess að þjálfa í Pepsi Max deildinni með Rúnari Kristinssyni hjá KR einnig starfað sem knattspyrnuspekingur á Stöð 2 Sport.

Á sínum tíma vann Bjarni einnig Íslands- og bikarmeistaratitilinn með bæði ÍA og KR en alls varð Bjarni fjórum sinnum Íslandsmeistari, tvisvar með hvoru liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×