Hluthafafundur Icelandair hafinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2020 16:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sést hér fremst á myndinni skömmu áður en fundurinn hófst í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hluthafafundur Icelandair hófst á Hilton Nordica-hótelinu núna upp úr klukkan 16. Á fundinum, sem Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og einn eigenda Logos stýrir, fer stjórn Icelandair fram á að hluthafar veiti leyfi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í útboðinu. Tillaga stjórnar um að auka hlutafé félagsins er það eina sem er á dagskrá fundarins. Samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á fundinum er töluverður fjöldi mættur en fundarmönnum var skipt í tvær raðir fyrir utan fundarsalinn og hleypt inn á tveimur stöðum. Fundarmenn séu bjartsýnir fyrir því að það verði samþykkt að fara í hlutafjárútboð. Hluthafafundurinn er haldinn í skugga harðrar kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Kjaraviðræðurnar eru í algjörum hnút eftir að félagið hafnaði í vikunni því sem Icelandair segir að sé „lokatilboð“ fyrirtækisins í deilunni. Flugfreyjur- og þjónar hafa fundað í dag um stöðuna í deilunni og hafa þeir fundir einnig farið fram á Hilton Nordica. Enginn fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilunni en komið hefur fram að flugfreyjur séu ósáttar við kröfur um aukið vinnuframlag og að launahækkanir væru ekki sambærilegar þeim sem verið hafa á almennum vinnumarkaði. Þá sakaði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur eftir að hann sendi starfsfólk bréf um stöðu málsins og útlistaði lokatilboð fyrirtækisins til flugfreyja. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag flugfreyjur- og þjónar fyrirtækisins hafi verið að fljúga 14 prósent færri flugtíma en hjá sambærilegum félögum í Evrópu. Í lokatilboði Icelandair hafi falist bestu mögulegu kjör.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira