Flugmenn samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2020 16:28 Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna samþykktu kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Flugmenn samþykktu kjarasamning við Icelandair með yfirgnæfandi meirihluta. Rafnrænni atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð en 96% félagsmanna tóku þátt. Af þeim sem tóku þátt sögðu rúm 96% já en 2,6% sögðu nei. 1,18% félagsmanna skiluðu auðu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á hluthafafundi félagsins í dag að það væri gríðarlega jákvætt skref að flugmenn hefðu samþykkt samninginn.„Þetta er mikilvægt skref sem flugmenn stigu með félaginu,“ sagði Bogi í ræðu sinni á hluthafafundinum. Eins og kunnugt er, er enn ósamið við flugliða félagsins en Bogi kvaðst bjartsýnn á að samningar takist á næstu dögum. Unnið væri að sömu markmiðum í þeim samningum og gert var með flugmönnum og flugvirkjum; að auka framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins en að standa um leið vörð um lífskjör fólks. „Það er mikil ánægja að sjá samstöðu okkar fólks á þessum erfiðu tímum. Icelandair er og verður mikilvægur hluti af efnahagslífi Íslands og hryggjarstykkið í öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins sem lamað hefur flugsamgöngur undanfarna mánuði,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Flugmenn samþykktu kjarasamning við Icelandair með yfirgnæfandi meirihluta. Rafnrænni atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var afar góð en 96% félagsmanna tóku þátt. Af þeim sem tóku þátt sögðu rúm 96% já en 2,6% sögðu nei. 1,18% félagsmanna skiluðu auðu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á hluthafafundi félagsins í dag að það væri gríðarlega jákvætt skref að flugmenn hefðu samþykkt samninginn.„Þetta er mikilvægt skref sem flugmenn stigu með félaginu,“ sagði Bogi í ræðu sinni á hluthafafundinum. Eins og kunnugt er, er enn ósamið við flugliða félagsins en Bogi kvaðst bjartsýnn á að samningar takist á næstu dögum. Unnið væri að sömu markmiðum í þeim samningum og gert var með flugmönnum og flugvirkjum; að auka framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni félagsins en að standa um leið vörð um lífskjör fólks. „Það er mikil ánægja að sjá samstöðu okkar fólks á þessum erfiðu tímum. Icelandair er og verður mikilvægur hluti af efnahagslífi Íslands og hryggjarstykkið í öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins sem lamað hefur flugsamgöngur undanfarna mánuði,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þakkar flugmönnum fyrir að leggjast á árar með Icelandair Nýr kjarasamningur felur í sér talsverðar breytingar og styrkir samheppnishæfi félagsins til lengri tíma, að sögn forstjóra Icelandair. 15. maí 2020 13:25
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03