Nær öllum verslunum lokað á Ítalíu vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 23:56 Ítölsk stjórnvöld hafa þegar gripið til harðra aðgerða vegna kórónuveirunnar. Vísir/getty Ákveðið hefur verið að loka öllum verslunum á Ítalíu, að undanskildum matvörubúðum og apótekum, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð hafa látist úr veirunni á Ítalíu síðustu vikur en þegar hefur verið gripið til afar harðra aðgerða vegna hennar í landinu. Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu kynnti hertar reglur stjórnvalda í sjónvarpsávarpi í dag. Verslunum, skemmtistöðum, veitingastöðum, hárgreiðslustofum og „ónauðsynlegum deildum fyrirtækja“ verður lokað á morgun og þangað til 25. mars næstkomandi hið minnsta. Conte sagði að áhrif hinna hertu aðgerða myndu ekki koma fram fyrr en a.m.k. að tveimur viknum liðnum. Þegar hefur skólum, líkamsræktarstöðvum og söfnum verið lokað á Ítalíu vegna veirunnar. Þá hefur samkomu- og ferðabanni verið komið á í öllu landinu til 3. apríl næstkomandi. Yfir 12 þúsund tilfelli veirunnar hafa greinst á Ítalíu og 827 hafa látist af völdum hennar. Þá liggja nú 900 manns á gjörgæslu vegna veirunnar. Dönsk stjórnvöld ákváðu í kvöld að loka skólum og vinnustöðum í landinu til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Alls eru nú 514 staðfest kórónuveirusmit í Danmörku og veiran breiðist hratt út. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka öllum verslunum á Ítalíu, að undanskildum matvörubúðum og apótekum, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð hafa látist úr veirunni á Ítalíu síðustu vikur en þegar hefur verið gripið til afar harðra aðgerða vegna hennar í landinu. Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu kynnti hertar reglur stjórnvalda í sjónvarpsávarpi í dag. Verslunum, skemmtistöðum, veitingastöðum, hárgreiðslustofum og „ónauðsynlegum deildum fyrirtækja“ verður lokað á morgun og þangað til 25. mars næstkomandi hið minnsta. Conte sagði að áhrif hinna hertu aðgerða myndu ekki koma fram fyrr en a.m.k. að tveimur viknum liðnum. Þegar hefur skólum, líkamsræktarstöðvum og söfnum verið lokað á Ítalíu vegna veirunnar. Þá hefur samkomu- og ferðabanni verið komið á í öllu landinu til 3. apríl næstkomandi. Yfir 12 þúsund tilfelli veirunnar hafa greinst á Ítalíu og 827 hafa látist af völdum hennar. Þá liggja nú 900 manns á gjörgæslu vegna veirunnar. Dönsk stjórnvöld ákváðu í kvöld að loka skólum og vinnustöðum í landinu til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Alls eru nú 514 staðfest kórónuveirusmit í Danmörku og veiran breiðist hratt út.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Hjúkrunarfræðingur undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi 11. mars 2020 23:09
Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26
Leikmaður Juventus greindur með kórónuveiruna Daniele Rugani, miðvörður Juventus, hefur verið greindur með kórónuveiruna. 11. mars 2020 22:32