Icelandair fellur um rúm 20% eftir ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 10:02 Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að banna ferðalög frá Evrópu næsta mánuðinn vegna kórónuveirunnar er talin munu hafa mikil áhrif á rekstur Icelandair. Vísir/vilhelm Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hlutbréf í Icelandair hríðféllu við opnun kauphallar í morgun. Lækkunin nam 23% í fyrstu viðskiptu morgunsins en OMXI10-vísitalan féll á sama tíma um 9,38%. Fjármálamarkaðir erlendis hafa einnig brugðist hart við tíðindum næturinnar um að ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna verði bönnuð næsta mánuðinn. Allar tölur voru rauðar í kauphöllinni í morgun. Fyrir utan Icelandair féll verð hlutabréfa í Festum, Kviku og Marel mest, í kringum ellefu til tólf prósent. Í tilkynningu Icelandair til kauhallararinnar í morgun var varað við því að ferðabannið til Bandaríkjanna ætti eftir að hafa veruleg áhrif á flugáætlun félagsins. Það ætli að draga enn frekar úr ferðum í mars og apríl, umfram það sem það hafði áður tilkynnt um. Erlendir markaðir hafa einnig verið slegnir yfir óvæntri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna ferðalög frá Evrópu næstu þrjátíu dagana sem hann tilkynnti um í sjónvarpsávarpi í nótt. Japanska Nikkei-vísitalan féll um 4,4 prósent og hefur ekki verið lægri í um þrjú ár. Í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu helstu vísitölur um 6-7 prósent. Vestanhafs greip svartsýni einnig markaði, ekki síst eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. AP-fréttastofan segir að S&P 500-vísitalan sé aðeins einu prósentustigi frá dumbungsmarkaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu. 12. mars 2020 08:49
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25