Íslenski boltinn

Skagamenn hætta við að fara í æfingaferð vegna kórónuveirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skagamenn enduðu í 10. sæti Pepsi Max-deildar karla í fyrra.
Skagamenn enduðu í 10. sæti Pepsi Max-deildar karla í fyrra. vísir/daníel

Karlalið ÍA í fótbolta hefur hætt við að fara í æfingaferð til Barcelona vegna kórónuveirunnar. Skagamenn áttu að fara til Spánar í dag.

„Við erum hættir við að fara út,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi í dag. „Við áttum að fara seinni partinn í dag en það er endanleg ákvörðun að fara ekki.“

ÍA vann Aftureldingu, 1-2, í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í gær. Þetta var síðasti leikur Skagamanna í riðlakeppninni en ljóst er að þeir komast ekki í 8-liða úrslit.

Fyrsti leikur ÍA í Pepsi Max-deild karla er gegn KA fimmtudaginn 23. apríl. Skagamenn þurfa því að finna sér verkefni fram að fyrsta deildarleik sínum.

„Við þurfum að fylla upp í þetta skarð. Auðvitað væri fínt að geta farið í einhverja ferð innanlands og við þurfum að skipuleggja einhverja leiki,“ sagði Jóhannes Karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×