Segir málsmeðferðina stórskrítna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2020 13:31 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira