Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Vinnumálastofnun. Vísir/hanna Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi Alls nýttu 6320 fyrirtæki hlutabótaleiðina í apríl, en langflest eða um 85 prósent, settu 1 til 5 starfsmenn á hlutabætur. Nöfn þessara fyrirtækja eru ekki á listanum sem Vinnumálastofnun birti í gær heldur aðeins nöfn þeirra sem settu sex eða fleiri á hlutabætur, og segir stofnunin að þar hafi persónuverndarsjónarmið ráðið för. Á listanum eru um 1100 fyrirtæki og stofnanir í fjölbreyttum rekstri, allt frá arkitektastofum til Össurar, sveitarfélög og byggðasamlög. kirkjusóknir og kaupfélög. Á listanum má jafnframt finna nöfn hið minnsta sex fyrirtækja sem fengu undanþágu frá samkomubanni, þegar það var hert 24. mars þannig að aðeins máttu 20 koma saman í stað 100 áður. Fyrirtækin fengu undanþágu frá samkomubanninu í ljósi þjóðhagslegs mikilvægis svo unnt væri að halda órofinni starfsemi þeirra áfram. Mikilvægu fyrirtækin sem sættu ekki samkomubanni en þáðu hlutabætur fyrir starfsmenn sína starfa í sjávarútvegi, stóriðju og vöruflutningum. Viðskiptablaðið segist jafnframt hafa heimildir fyrir því að Ríkissjóður hafi verið meðal þeirra stofnana sem nýttu sér úrræðið. Vinnumálastofnun tekur þó ekki fram á listanum hversu margir starfsmenn fyrirtækjanna 1100 voru settir á hlutabætur eða hversu mikið starfshlutfall þeirra var lækkað, en það gat verið allt frá 20 upp í 75 prósent. Í aprílskýrslu Vinnumálastofnunar kom þó fram að nokkur stór fyrirtæki væru áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur, þannig voru 13 fyrirtæki með meira en 150 starfsmenn hvert í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt taldi það um 13% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu úrræðið í apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eiga fyrirtækin 1100 það sammerkt að starfsmenn þeirra hafa þegar fengið greiddar hlutabætur í apríl eða maí. Fyrirtæki sem sett hafi starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum og vikum og fái fyrst greiddar hlutabætur um næstu mánaðamót kunni því ekki að vera á listanum, eins og fréttastofa hefur fengið upplýsingar um. Um undantekningartilfelli sé að ræða að sögn Vinnumálastofnunnar en þegar hafi fækkað nokkuð í hópi þeirra fyrirtækja sem áfram þiggja hlutabætur fyrir starfsfólk. Að sama skapi býst Vinnumálastofnun við því að þeim kunni að fækka enn frekar eftir helgi, þegar samkomubann verður rýmkað enn frekar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að fari eftir upplýsingalögum. 13. maí 2020 11:40