Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 12:30 Fiskistofa hefur ekki hlotið aukið fjármagn. Vísir/Gíslason Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira