Enski boltinn

Brendan Rodgers staðfestir að leikmenn hans hafi sýnt einkenni kórónuveirunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Leicester City fagna marki í vetur.
Leikmenn Leicester City fagna marki í vetur. vísir/getty

Nokkrir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eru komnir í sóttkví eftir að hafa sýnt einkenni um kórónuveirunnar.

Enska úrvalsdeildin er ein af fáum deildum í Evrópu sem hefur ekki frestað leikjum hjá sér vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Það er hætt við því að fréttir af því að leikmenn í deildinni séu farnir að fá kórónuveirunnar. Eins og staðan er í dag þá eiga leikir helgarinnar að fara fram.

Leicester City liðið vann 4-0 sigur á Aston Villa á mánudagskvöldið en á að spila við Watford í hádeginu á laugardaginn sem er fyrsti leikurinn í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×