Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2020 15:09 Mikið hefur mætt á þríeykinu að undanförnu. Þeim þætti ekki gott að sá árangur sem nú hefur náðst yrði að engu eftir að takmörkunum verður aflétt. Ljósmynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira