Enski boltinn

Ensku deildunum frestað til 4. apríl til að byrja með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er einn af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem eru komnir í sóttkví.
Gylfi Þór Sigurðsson er einn af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem eru komnir í sóttkví. vísir/getty

Leikmenn og knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni eru komnir með kórónuveiruna eða eru í sóttkví vegna hennar. Englendingar ætlar að fresta leikjum en ekki flauta tímabilið af.

Dan Roan, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, hefur heimildir fyrir því að það verði tilkynnt á eftir að enska úrvalsdeildin og enska b-deildin séu báðar komnar í frí þar til í apríl til að byrja með.

Stjórn ensku b-deildarinnar er búin að samþykkja þetta og stjórn ensku úrvalsdeildarinnar er að taka þetta fyrir þessa stundina.

Það var ljóst að leikir Arsenal, Chelsea, Leicester og Everton um helgina myndu falla niður af því að hjá öllum liðum eru leikmenn eða knattspyrnustjóri komnir með kórónuveiruna. Nú er nokkuð ljóst að enginn leikur fari fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×