Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 13:58 Hér má sjá þá Trump, Bolsonaro og Pence. Yfir vinstri öxl Trump má sjá hluta andlits Wajngarten, sem er smitaður af kórónuveirunni. AP/Alan Santos Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent