Innlent

Svona var þrettándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og Stöð 3.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.

Á fundinum verður síðan sérstaklega fjallað um birgðastöðu í landinu og mun Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, taka þátt í umræðunum.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×