Datt aftur og aftur úr hóp daginn fyrir leik af því að hann var ekki enskur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 11:30 Patrik Sigurður Gunnarsson sést hér í marki Brentford í leik á undirbúningstímabilinu. Getty/Ker Robertson Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki oft í hóp hjá Brentford í ensku b-deildinni í vetur en hann sagði ástæðuna fyrir því í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net. Það hefur nefnilega margoft komið niður á Patriki að vera ekki með enskt vegabréf. Hann ætti að vera varamarkvörður liðsins en vegbréf þriðja markvarðarins hjálpar honum oft inn í hópinn. Patrik lærði helling hjá Southend - Ekki í hópnum vegna fárra Englendinga https://t.co/yAAbob9QkH— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 24, 2020 „Ég var færður upp í aðalliðið og gerði nýjan samning í kjölfarið. Hef já, verið mestmegnis þriðji markmaður, en ákveðin regla hefur komið í veg fyrir að ég væri oftar á bekknum," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke á vefsíðunni fótbolti.net og útskýrði síðan það enn frekar: „Við höfum sem sagt verið í miklu veseni með enska leikmenn, það verða að vera sjö í hóp og við rétt náðum því með því að hafa Englending sem varamarkmann. Það kom oftar en tíu sinnum fyrir á fyrri hluta tímabilsins að ég var valinn í hóp en skipt var um varamarkmann degi fyrir leik vegna skorts á enskum leikmönnum. Það jákvæða við það er að maður lærir mikið á því andlega og tekur það með sér í reynslubankann," sagði Patrik. Patrik Gunnarsson (2000) has signed new 4 year contract with Brentford. Congrats #TeamTotalFootball pic.twitter.com/Ai4PYS7XQg— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 25, 2019 Á endanum fór Patrik á láni til C-deildarliðsins Southend í febrúar og var hjá félaginu þar til að kórónuveiran stoppaði allan fótbolta í Englandi. „Aðalmarkmaðurinn hjá þeim meiðist illa eftir að glugginn er lokaður og liðið þurfti að fá markmann á neyðarláni. Hemmi (Hermann Hreiðarsson) spilaði auðvitað stóran part í þessu og er ég honum virkilega þakklátur fyrir að gefa mér traust," sagði Patrik. Hann horfir jákvætt á þessa reynslu sína hjá Southend. „Heilt yfir gekk mér nokkuð vel, ég náði ekki að taka þátt i mörgum æfingum með liðinu og einungis þremur leikjum. Ég lít á þessa reynslu sem gríðarlega mikilvæga reynslu, að vera aðeins 19 ára að spila í þriðju efstu deild Englands er gríðarlega sterkt, sérstaklega fyrir markmann. Þessi reynsla mun hjálpa mér mikið í framtíðinni," sagði Patrik við blaðamann vefsíðunnar fótbolti.net. #BrentfordFC Goalkeeper Patrik Gunnarsson tells us he was 'doing his job' saving two penalties in the shootout win over Hanwell Town on SaturdayMore from Patrik here pic.twitter.com/7j1Liqo3qr— Brentford FC (Stay at ) (@BrentfordFC) October 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira