Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2020 10:50 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á fimm daga gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Af gæsluvarðhaldsúrskurðinum má skilja sem svo að karlmaðurinn starfi með börnunum. Að kvöldi þriðjudagsins í síðustu viku hafi lögregla fengið tilkynningu frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot hans gagnvart barni. Við rannsókn lögreglu hafi komið í ljós að um tvö börn væri að ræða. Annað barnið mun hafa lýst því hvernig maðurinn hafi fengið þau til að koma með sér á salerni og sýnt þeim kynfæri sín. Hafi hann sagt aðeins stráka með þess lags kynfæri sem gætu orðið mjög hörð. Börnin hefðu svo fengið að snerta kynfærin og kyssa. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði karlmaðurinn „rauður og reiður“ að sögn barnsins. Upplýsingar um hvar meint brot átti sér stað og aldur barnanna hafa verið afmáðar í úrskurðinum. Slíkt er almennt gert í kynferðisbrotamálum til að gæta hagsmuna brotaþola. Neitar alfarið sök Þessi frásögn auk annarra gagna málsins telur lögregla benda til rökstudds gruns um meint kynferðisbrot gagnvart börnunum. Karlmaðurinn neitar alfarið sök. Í kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um vikulangt gæsluvarðhald kemur fram að rannsókn málsins sé á frumstigi. Taka eigi nákvæmari skýrslur af börnunum í barnahúsi og mögulegum vitnum sömuleiðis. Til dæmis öðrum starfsmönnum. Þá hafi lögregla lagt hald á fartölvu og farsíma karlmannsins sem eigi eftir að rannsaka og þá eigi eftir að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélakerfinu á vinnustaðnum ásamt öðrum rannsóknarúrræðum sem lögregla telji tilefni til. Að mati lögreglu geti karlmaðurinn torveldað rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að ræða við vitni og hafa áhrif á framburð þeirra. Rannsóknarhagsmunir ekki taldir í húfi Verjandi mannsins mótmælti kröfunni, gerði kröfu um að henni yrði hafnað en til vara að hún yrði til styttri tíma. Karlmaðurinn hefði verið mjög samvinnufús við rannsóknina, samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu bæði tölvur sínar og síma. Hann hafi jafnframt bent lögreglu á möguleg vitni. Engin hætta sé á að karlmaðurinn reyni að hafa áhrif á rannsóknina. Héraðsdómur Reykjaness féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um kynferðisbrot og mætti ætla að hann reyndi að hafa áhrif á rannsóknina gengi hann laus. Ekki væri þó tilefni til að karlmaðurinn sætti einangrun. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Verjandi mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu mannsins. Var ekki talið að lögregla hefði sýnt fram á að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að karlmaðurinn sætti gæsluvarðhaldi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira