Innlent

Þór­ólfur átti koll­gátuna varðandi börnin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði þannig rétt fyrir sér þegar hann velti þessu upp á meðan faraldurinn stóð sem hæst hér á landi.

Þetta sagði Alma Möller landlæknir á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar sem haldinn var nú síðdegis.

„Síðan langar mig að segja frá því að það sem að sóttvarnalæknir hélt fram snemma í faraldrinum um smit meðal barna, það er búið að staðfesta það með því að para saman gögn Íslenskrar erfðagreiningar og rakningarteymis. Þá kemur í ljós að börn fá síður veiruna í sig, þau smita síður frá sér og svo vitum við að þau sem betur fer veikjast minna.“

Þórólfur hefur lengi bent á að tölur sýni lítið kórónuveirusmit hjá börnum og þannig væri til að mynda ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því að börn smiti starfsfólk í skólum. Samkvæmt tölum á covid.is hafa 180 börn á aldrinum 0-17 ára greinst með veiruna af alls 1804 smitum hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×