Íslenski boltinn

Leikur KR og Stjörnunnar á morgun verður sýndur beint á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson og KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason í leik liðanna í fyrra.
Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson og KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason í leik liðanna í fyrra. Vísir/Daníel

Fyrsta beina útsendingin frá íslenska knattspyrnusumrinu verður á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Fótboltasumarið á Íslandi er loksins að fara byrja og íslenski fótboltaliðin eru farin að spila æfingaleiki.

Kórónuveiran sá til þess að Íslandsmótið byrjaði ekki í apríl heldur um miðjan maí. Liðin máttu byrja að æfa á fullum krafti í gær og þau fóru strax að skipuleggja æfingaleiki enda höfðu þau ekkert spilað í næstum því þrjá mánuði.

Á morgun mætast Íslandsmeistarar KR og Stjörnunnar í æfingaleik á Meistaravöllum í Frostaskjóli og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Útsendingin frá leiknum hefst klukkan 18.50 og strax á eftir verður síðan upphitunarþáttur Guðmundar Benediktssonar fyrir Pepsi Max deild karla 2020 þar sem hann mun kynna þrjú næstu lið.

KR-ingar eru að byrja titilvörn sína og Stjörnumenn mæta til leiks með nýjan þjálfara því Ólafur Jóhannesson verður með Rúnari Páli Sigmundssyni í sumar. Það verður því fróðlegt að sjá hvar þessi tvö öflugu lið standa átján dögum fyrir fyrsta leik.

Leikur KR og Stjörnunnar sem og þáttur Gumma Ben verða sýndir í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×