„Hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Rúnar Kristinsson þjálfaði Guðmundur Andra Tryggvason í skamman tíma áður en hann fór til Start. vísir/bára/samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira