HönnunarMars með breyttu sniði í júní Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:45 HönnunarMars mun miðla hönnun áfram bæði innanlands og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Mynd frá sýningu Anitu Hirlekar á HönnunarMars árið 2019. Mynd/Hönnunarmars HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12
„Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35
Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00