Fannst í felum í runna við Ölfusá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 12:07 Leitaraðgerðir í Ölfusá í nótt. Vísir/JóhannK Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs. Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Karlmaður um tvítugt gisti fangageymslur á Selfossi í nótt eftir að hafa verið staðinn að því að plata lögregluna. Karlmaðurinn hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann hefði fallið í Ölfusá en reyndist svo fylgjast með björgunaraðgerðum úr felum. Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynningin barst til lögreglu um klukkan hálf eitt í nótt. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var kallað út og voru bátar sendir út til leitar. Þá var leitað úr lofti með drónum og frá landi með hitamyndavél. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist klukkan hálf eitt frá þessum tiltekna aðila sem sagðist sjálfur hafa dottið af Ölfusárbrúnni. „Við þekkjum svoleiðis mál, þar sem menn fara í ána. Það var sett á fullt viðbragð strax því það ríður á að gera hlutina hratt og örugglega,“ segir Oddur. Á sama tíma detti lögreglu í hug að eitthvað bull sé í gangi. Skoðað sé hver hafi hringt inn og hvernig hægt sé að ná í viðkomandi. Tveimur klukkustundum síðar finnst karlmaðurinn í runna við ána. Oddur hafði ekki upplýsingar um hvort þegar hefði verið rætt við karlmanninn en því yrði annars lokið mjög fljótlega. Refsivert sé að gabba lögreglu eða björgunarsveitir og brotið sé til rannsóknar. Það verði í framhaldinu sent til ákærusviðs.
Árborg Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa tilkynnt um að maður hefði fallið í Ölfusá Mikill viðbúnaður var hjá öllum viðbragðsaðilum í Árnessýslu eftir að tilkynning barst til lögreglu um að maður hefði fallið í Ölfusá í nótt. Tilkynningin og málið allt reyndist gabb frá upphafi. Haft var upp á tilkynnanda og var hann handtekinn vegna málsins. 27. maí 2020 03:26