Ríkið tekur 76 milljarða lán á 0,625 prósent vöxtum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar um aðgerðapakka þrjú vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020 Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna, sem bera 0,625 prósent fasta vexti. Að sögn hins opinbera bötnuðu kjör ríkissjóðs um 30 punkta vegna mikillar eftirspurnar í útboðsferlinu. Eftirspurnin á að hafa verið 3,4 milljarðar evra eða nærri sjöfaldri fjárhæð útgáfunnar. Rúmlega 200 eiga að hafa sýnt útboðinu áhuga, eða um helmingi fleiri en í síðustu útgáfu ríkissjóðs. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, að sögn stjórnvalda. Skuldabréfin eru á gjalddaga 3. júní 2026 og ávöxtunarkröfunni 0,667 prósent. Fjármálaráðherra og hagfræðingur Viðskiptaráðs eru sammála um að niðurstaða útgáfunnar sé til marks um að ríkið geti fjármagnað sig á góðum kjörum, þrátt fyrir að hér stefni í dýpstu kreppu í 100 ár. „Þessi lántaka er staðfesting á greiðum aðgangi ríkissjóðs að fjármagni á alþjóðamörkuðum og sýnir tiltrú fjárfesta á þann viðnámsþrótt sem byggður hefur verið upp á síðustu árum. Hún eykur getu okkar til að mæta afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveiru og endurspeglar mikinn styrk og getu til að sigrast á efnahagslegum afleiðingum hans,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra á vef Stjórnarráðsins. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tjáir sig á svipuðum nótum. Ríkið hafi getað fjármagnað sig á fínum kjörum þó svo að stærsta atvinnugrein landsmanna, ferðaþjónustan, sé botnfrosin. Ágætis þrekpróf fyrir hagkerfið að ríkið geti fjármagnað sig á fínum kjörum erlendis þó að stærsta atvinnugreinin sé stopp og það stefni í einu-sinni-á-öld samdrátt. Um 1,3% álag á þýsk bréf - aðeins 0,5% hærra en fyrir ári síðan.https://t.co/aPiWZE8xdX— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 27, 2020
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50