Viðskipti innlent

Sam­þykktu verndar­tolla sem bitna á Ís­landi og Noregi

Kjartan Kjartansson skrifar
Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga.
Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Hvorki Ísland né Noregur fengu undanþágu frá tollunum þrátt fyrir að vera í efnahagsbandalagi við sambandið.

Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs.

Tollarnir eiga að gilda í þrjú ár og geta numið allt að tuttugu og fimm prósentum.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×