Telur vaxtalækkun Seðlabankans hafa skilað sér seint og illa til almennings og fyrirtækja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2020 19:28 Ragnar Þór Ingólsson formaður VR Vísir/Egill Aðalsteinsson Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“ Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Formaður VR segir stórfeldar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa skilað sér bæði seint og illa til almennings og fyrirtækja. Hann segir bæði banka og lífeyrissjóði skulda almenningi myndarlegri lækkun vaxta. Í síðustu viku kynnti peningastefnunefnd núll komma sjötíu og fimm prósenta lækkun meginvaxta bankans. Vextirnir eru þannig komnir niður í eitt prósent og hafa aldrei verið lægri. „Þetta hefur skilað sér mjög seint og illa til neytenda og ekki bara neytenda heldur líka fyrirtækja. Markmiðið með lífskjarasamningnum á sínum tíma var að ná niður vaxtastigi og það var og er eitt af þeim atriðum sem að mun standa og falla með endurskoðun lífskjarasamningana núna í haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „En það er ljóst að lækkun stýrivaxta hefur gert það af verkum að þessi hluti samningsins mun halda. Það er dapurlegt aftur á móti að horfa upp á það að þessar miklu lækkanir hafa ekki skilað sér til neytenda eða fyrirtækja nema í mjög litlum mæli,“ segir Ragnar Þór. Nú þegar vikan er liðin frá stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín. Stýrivextir hafa fjórum sinnum verið lækkaðir í ár, alls um 2 prósentustig. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn voru þá að jafnaði 2 til 5 daga að tilkynna um breytingar á vaxtakjörum sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu viðbrögð bankanna við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans frá í síðustu viku væntanlega liggja fyrir á allra næstu dögum. „Nú er búið að lækka bankaskattinn og það voru líka forsendur fyrir því að bankarnir töldu sig ekki geta lækkað vexti nægilega mikið þannig að við teljum okkur eiga inni mjög mikla lækkun hjá bæði bönkum og lífeyrissjóðum á vöxtum í landinu,“ segir Ragnar Þór. „Sem að skipta okkar félagsmenn, fólkið í landinu, gríðarlegu máli. Þetta eru ráðstöfunartekjur upp á tugi þúsunda sem að við getum náð með frekari lækkun vaxta.“
Seðlabankinn Kjaramál Lífeyrissjóðir Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira