„Þeir myrtu bróður minn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 08:20 Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna. Star Tribune/Getty Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent