Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 22:00 Guðmundur Þór Júlíusson var léttur í bragði í Kórnum þegar hann ræddi við Henry Birgi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira