15 dagar í Pepsi Max: Tryggvi skoraði átta mörk á 24 dögum og jafnaði metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:00 Tryggvi Guðmundsson og félagar sjást hér fagna Íslandsmeistaratitlinum í opnu DV en þessi úrklippa er úr mánudagsblaðinu 22. september 1997. Skjáskot af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira