Viðskipti innlent

75 hótel lokuð á Íslandi í apríl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair hótelið Reykjavík Natura.
Icelandair hótelið Reykjavík Natura. vísir/vilhelm

Framboð gistirýmis minnkaði um næstum helming í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra. Skýrist það ekki síst af því að mörg hótel tóku þá ákvörðun í mars að loka tímabundið, bæði vegna fækkunar ferðamanna og þrengra samkomubanns, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 75 hótel lokuð í apríl. Fyrir vikið fækkaði opnum hótelherbergjum í landinu um 44,6 prósent.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru næstum 21 þúsund í apríl en þær voru um 520 þúsund í sama mánuði árið áður. Það gerir um 96 prósent samdrátt. Samdrátturinn er enn meiri þegar aðeins er litið til hótelgesta en þeim fækkaði um 97 prósent samaborið við apríl í fyrra.

Um 68 prósent gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða rétt rúmlega 14 þúsund, en um 32 prósent á erlenda gesti sem gerir um 6.600 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 13.500, þar af 9.200 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 7.300.

Herbergjanýting á hótelum í apríl í ár var 3,5 prósent og dróst saman um 45,7 prósentustig frá fyrra ári.

Hagstofan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×