14 dagar í Pepsi Max: Hundraðasta tímabil Valsmanna í efstu deild í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2020 12:00 Haukur Páll Sigurðsson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði Valsmanna bæði 2017 og 2018. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira