Þotuliðið sýnir Íslandsferðum áhuga Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 11:30 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. vísir/baldur Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Aðstandendur Bláa lónsins gera sér vonir um að efnaðir ferðamenn verði fljótir að taka við sér, nú þegar farið er að birta til í kórónuveirumálum landsmanna. Í sölukerfum fyrirtækisins megi sjá vísbendingar þess að auðmenn á einkaþotum séu farnir að sýna Íslandsferðum áhuga. Það sé heillavænlegra að mati forstjóra Bláa lónsins að Íslendingar einbeiti sér að því að höfða til velborgandi ferðamanna í stað þess að einblína á fjöldann. Mikil óþreyja er sögð vera meðal ríkustu ferðamannanna að geta hafið ferðalög sín á ný, sem birtist til að mynda í aukinni eftirspurn eftir einkaþotum nú þegar hefðbundið farþegaflug er í lamasessi. Auðugir Rússar eru sagðir vera einna sólgnastir í einkaþoturnar en baráttan við kórónuveirufaraldurinn þar í landi er hvergi nærri lokið. Smitum fjölgar enn og aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar en síðastliðinn sólarhring. Svipað er uppi á teningnum víða annars staðar og hafa margir auðmenn því áhuga á að komast úr landi, ekki síst til þeirra Vesturlanda sem hafa náð tökum á faraldrinum. Því hafa þeir brugðið á það ráð að leigja sér einkaþotur og greiða fyrir það milljónir króna. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir fyrirtækið ekki hafa farið varhluta af ferðaáhuga auðmanna. „Við höfum aðeins fundið fyrir því í okkar sölupípu að það hafa auðugir einstaklingar, sem ferðast um á einkaþotum, verið að velta fyrir sér að heimsækja okkur og Ísland,“ segir Grímur. Úr þessu megi lesa að það verði ekki síst efnuðu ferðamennirnir sem verði fyrstir að taka við sér. „Það virðist vera sem að þessi hópur muni sennilega vera fyrr að komast á ferðina en kannski hinn almenni ferðamaður. Þá er gott að vera með einhvern segul, eins og Retreat í Bláa lóninu, til þess að fá fólk til þess að koma til landsins,“ segir Grímur og vísar þar til fimm stjörnu hótelsins við lónið. Þar kosta ódýrustu svíturnar frá 1159 evrum nóttin, sem gerir um 175 þúsund krónur á gengi dagsins, en eins og frægt er orðið má þar jafnframt finna svokallað „leyniherbergi“ þar sem nóttin var á 10.500 dali árið 2018 þegar Vísir fjallaði um það síðast. Það er um 1,5 milljón í dag. Grímur segir að Íslendingar ættu í auknum mæli að höfða til efnaðri ferðamanna, Bláa lónið hafi í það minnsta sett það á oddinn. „Við höfum alltaf verið að halda því á lofti að menn ættu frekar að horfa til betur borgandi ferðamanna og horfa frekar á tekjur af hverjum gesti frekar en fjölda gesta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Tengdar fréttir Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12 403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín „Við höfum það ekkert sérstaklega gott,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. 28. maí 2020 11:12
403 sagt upp hjá Bláa lóninu Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. 28. maí 2020 09:38