12 dagar í Pepsi Max: Fyrsta tímabil Óla Jóh í sextán ár án titils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2020 12:00 Ólafur Jóhannesson hefur gert fimm lið að Íslandsmeisturum, FH-inga þrisvar og Valsmenn tvisvar sinnum. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira