12 dagar í Pepsi Max: Fyrsta tímabil Óla Jóh í sextán ár án titils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2020 12:00 Ólafur Jóhannesson hefur gert fimm lið að Íslandsmeisturum, FH-inga þrisvar og Valsmenn tvisvar sinnum. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira