Íslenski boltinn

Willard aftur til Víkings Ó. eftir aðeins nokkra mánuði hjá Fylki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harley Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki í byrjun nóvember. Hann náði þó aldrei að spila deildar- eða bikarleik með liðinu.
Harley Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki í byrjun nóvember. Hann náði þó aldrei að spila deildar- eða bikarleik með liðinu. mynd/fylkir

Harley Willard er genginn í raðir Víkings Ó. á ný og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Willard lék með Víkingum á síðasta tímabili en samdi svo við Fylki til tveggja ára í byrjun nóvember. Hann stoppaði hins vegar stutt við í Árbænum og er farinn aftur til Ólafsvíkur.

Willard skoraði ellefu mörk með Víkingi í fyrra og var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni.

Hinn 22 ára Willard var í unglingaakademíu Arsenal og fór svo til Southampton. Hann náði þó aldrei að leika fyrir aðallið Dýrlinganna. Auk Englands og Íslands hefur Willard leikið í Svíþjóð og Kambódíu.

Í fyrra endaði Víkingur í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Eftir tímabilið lét Ejub Purisevic af störfum sem þjálfari liðsins og við tók Jón Páll Pálmason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×