Íslenski boltinn

Fjölnismenn fljótir að fylla skarð Helenu

Sindri Sverrisson skrifar
Dusan Ivkovic, fyrir miðju, er nýr aðalþjálfari kvennaliðs Fjölnis.
Dusan Ivkovic, fyrir miðju, er nýr aðalþjálfari kvennaliðs Fjölnis. MYND/FJÖLNIR

Fjölnir hefur ráðið Dusan Ivkovic sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna í fótbolta en hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur sem hætti í vikunni.

Dusan er öllum hnútum kunnugur hjá Fjölni eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá félaginu um fjögurra ára skeið til ársins 2018 og gert 2. flokk karla að Íslands- og bikarmeistara.

Dusan lék um langt árabil hér á landi, með KS/Leiftri, Selfossi, Njarðvík, Þrótti R., Gróttu, Vængjum Júpiters og síðast Hamri sem hann þjálfaði árið 2018. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu. Axel Örn Sæmundsson verður áfram aðstoðarþjálfari Fjölnisliðsins, sem leikur í 1. deild í sumar eða Lengjudeildinni eins og hún heitir núna.


Tengdar fréttir

Helena hætt hjá Fjölni eftir skamma dvöl

Helena Ólafsdóttir er hætt sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í fótbolta nú þegar aðeins rúmar þrjár vikur eru í að liðið hefji keppni á nýrri leiktíð í 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×