Ekkert komið fram sem lætur forsætisráðherra efast um að hægt verði að opna landamærin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 22:56 Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra segir unnið að því að útfæra stefnu um skimun á landamærum en sóttvarnalæknir á enn eftir að skila minnisblaði vegna skimunar til ráðherra. Verkefnisstjórn um skimun á landamærum komst að þeirri niðurstöðu í byrjun vikunnar að gerlegt er að hefja skimun á Keflavíkurflugvelli 15. júní ef uppfylltar eru ákveðnar forsendur. Ekki hefur enn þá verið tekin ákvörðun um það hvort að af skimuninni verði eða hvernig henni verður háttað. Það er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref en sóttvarnarlæknir á enn eftir að skila minnisblaði sínu til ráðherra um hvernig hann telji farsælast að gera hlutina. „Það er auðvitað svo að enn þá liggur ekki fyrir hagræn greining. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en um mánaðamót. Þannig að það er mikilvægt gagn inn í þessa umræðu alla. En við hins vegar vinnum bara áfram ótrauð að því að útfæra þessa stefnu um skimanir á landamærum,“ segir Katrín. Hún segir að niðurstaða í málinu komi til með að liggja fyrir á næstunni. „Ég ætla ekkert að lofa neinum tímasetningum um það. Við erum bara að vanda okkur og fara í raun og veru yfir hvert skref. Því augljóslega þurfum við að sjá til enda. Það er að segja þetta snýst ekki bara um skimanir á landamærum heldur hvernig við eigum við það síðan ef fólk greinist jákvætt og svo framvegis. Þannig að það þarf auðvitað sjá þann enda fyrir áður en lagt er af stað.“ Hún á von á að Íslensk erfðagreining komi að skimuninni. „Ég vænti þess að við munum óska eftir samráði og samtali við þau núna í aðdragandanum og við upphaf þessa verkefnis.“ Katrín segist sannfærð um að gerlegt sé að opna landamæri Íslands 15. júní. „Það hefur allavega ekkert fram sem svona lætur mig efast um það.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira