Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 16:56 Gonzalo Zamorano lék með ÍA síðasta sumar en fór svo aftur til Víkings í Ólafsvík. VÍSIR/DANÍEL Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58