Fernando Alonso prófar nýjan Toyota Hilux Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2020 07:00 Fernando Alonso og nýr uppfærður Toyota Hilux. Toyota er að undirbúa kynningu á uppfærðu útliti Hilux pallbílsins. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 ók nýja bílnum utan vegar á dögunum. Undir felulitunum sem bíllinn er í má sjá að frískað hefur verið upp á útlitið. Til að mynda eru framljósin orðin grennri og meira í takt við RAV4 og nýjan Yaris. Helsta breytingin er viðbót í vélaframboðið. Ný 2,8 lítra dísel vél sem líklega mun skila meira afli og eyða minna en fjögurra strokka 2,4 lítra vélin sem er í Hilux nú þegar. Þá mun fjöðrunin fá yfirhalningu og segir í tilkynningu frá Toyota að hún muni áfram styðja við „orðspor um heimsklassa þegar kemur að gæðum, endingu og áreiðanleika“. Alonso ók prufubílnum við kynningu á Gazoo Racing liðinu fyrir Dakar rallið í ár. Það er því nokkuð síðan han ók bílnum, sennilega á haustmánuðum 2019. Hér að neðan má sjá myndband af byltu sem Alonso fór í Dakar rallinu í ár. „Hilux er ákveðin táknmynd og ég hef alltaf verið aðdáandi. Það var gott að prófa nýja bílinn í umhverfi sem felur í sér áskoranir og reyna á þolmörk hans. Nýja vélin er góð og fjöðrunin skila sínu. Jafnvel þegar á reynir þá er samt þægilegt að aka bílnum,“ sagði Alonso við tilefnið. Gazoo Racing liðið fyrir Dakar rallið 2020 Gazoo Racing er sífellt að taka meiri og meiri þátt í þróun nýrra gerða af Toyota. Harðkjarna útgáfan af nýja Yaris-num, GR og ný Supra eru fyrstu tvær gerðirnar sem Gazoo Racing kemur að. Nú bætis Hilux-inn við. Það verður spennandi að sjá hvað Gazoo Racing og Toyota þróa saman næst. Formúla Bílar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Toyota er að undirbúa kynningu á uppfærðu útliti Hilux pallbílsins. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 ók nýja bílnum utan vegar á dögunum. Undir felulitunum sem bíllinn er í má sjá að frískað hefur verið upp á útlitið. Til að mynda eru framljósin orðin grennri og meira í takt við RAV4 og nýjan Yaris. Helsta breytingin er viðbót í vélaframboðið. Ný 2,8 lítra dísel vél sem líklega mun skila meira afli og eyða minna en fjögurra strokka 2,4 lítra vélin sem er í Hilux nú þegar. Þá mun fjöðrunin fá yfirhalningu og segir í tilkynningu frá Toyota að hún muni áfram styðja við „orðspor um heimsklassa þegar kemur að gæðum, endingu og áreiðanleika“. Alonso ók prufubílnum við kynningu á Gazoo Racing liðinu fyrir Dakar rallið í ár. Það er því nokkuð síðan han ók bílnum, sennilega á haustmánuðum 2019. Hér að neðan má sjá myndband af byltu sem Alonso fór í Dakar rallinu í ár. „Hilux er ákveðin táknmynd og ég hef alltaf verið aðdáandi. Það var gott að prófa nýja bílinn í umhverfi sem felur í sér áskoranir og reyna á þolmörk hans. Nýja vélin er góð og fjöðrunin skila sínu. Jafnvel þegar á reynir þá er samt þægilegt að aka bílnum,“ sagði Alonso við tilefnið. Gazoo Racing liðið fyrir Dakar rallið 2020 Gazoo Racing er sífellt að taka meiri og meiri þátt í þróun nýrra gerða af Toyota. Harðkjarna útgáfan af nýja Yaris-num, GR og ný Supra eru fyrstu tvær gerðirnar sem Gazoo Racing kemur að. Nú bætis Hilux-inn við. Það verður spennandi að sjá hvað Gazoo Racing og Toyota þróa saman næst.
Formúla Bílar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent