11 dagar í Pepsi Max: Tólf plús þrettán tímabil Atla og Tryggva eru söguleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 12:00 Atli Guðnason í leik með FH liðinu á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Daníel Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira