11 dagar í Pepsi Max: Tólf plús þrettán tímabil Atla og Tryggva eru söguleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 12:00 Atli Guðnason í leik með FH liðinu á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Daníel Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira