„Oft er þetta bara frekja í ökumönnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 06:26 Pétur segir suma ökumenn ekki virðast átta sig á því á breytingunum. Aðrir geri það, en séu einfaldlega frekir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Pétur Marteinn Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn, milli Frakkastígs og Klapparstígs, verður göngugata í allt sumar. Síðastliðinn þriðjudag birti Pétur tíst þar sem hann sagðist ætla að reyna að labba „göngu“ götuna, eins og hann setti það sjálfur fram. Þegar þetta er skrifað hafa 254 skellt „like“ á tístið. 20 like og ég posta vídjói af mér að reyna að labba "göngu"götuna— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Í þræði fyrir neðan tístið birtir Pétur síðan myndbönd þar sem hann gengur niður Laugaveginn með halarófu bifreiða skammt fyrir aftan sig. Í myndböndunum segist Pétur hafa bent ökumönnum á að akstur götunni væri óheimill, auk þess sem hann sést reyna að leiðbeina ökumönnum inn á götur sem opnar eru fyrir akandi umferð. Þá sést einnig þegar einn ökumaður virðist keyra á Pétur þegar hann reynir að leiðbeina honum á réttar slóðir. Ökumaðurinn lét þó á endanum segjast og beygði þangað sem leyfilegt er að aka. Ohh ég náði ekki rifrildinu mínu við leigubílstjórann sem sagði að hann hefði allraf mátt keyra þarna pic.twitter.com/6o4cdQNgEt— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Kominn með nóg af bílum á göngugötum Í samtali við Vísi segir Pétur að kveikjan að uppátækinu, að sýna fram á hve erfitt er að ganga göngugötuna sökum bílaumferðar, hafi einfaldlega verið reynsla hans af ökumönnum sem virði ekki reglurnar. „Ég á heima þarna rétt hjá og var eiginlega kominn með nóg af þessu. Ég labba þarna daglega og sé alveg að þetta er ekki bara fólk að ruglast. Oft er þetta bara frekja í ökumönnum. Ég var á leiðinni á Loft Hostel að hitta vini mína og ákvað bara að taka myndband meðan ég var að rölta þangað. Datt það bara í hug um leið og ég labbaði út úr húsi,“ segir Pétur og bætir við að ekki hafi verið um „fyrir fram planaða krossferð“ að ræða. Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Hann segist fyrst hafa rætt við leigubílstjóra, sem hafi verið nokkuð kurteis, en þó neitað að beygja af leið, þrátt fyrir að hafa verið bent á að gatan sem hann væri á væri göngugata. „Þegar hann lét loksins segjast, þá kom einhver kona. Hún keyrði nú á mig, svona létt rakst utan í mig. Það kveikti dálítið meira í mér og þá var ekki séns að ég myndi færa mig. Ég reifst eitthvað aðeins við hana og hoppaði upp í göngugötuskiltið og benti á það. Hún svaraði bara með því að skrúfa niður rúðuna og öskra ,Move you fucking idiot!‘“ Pétur segir að miðað við samskipti sín við konuna sé ekki óvarfærið að áætla að hún hafi ekki verið að ruglast. Hún hafi vitað að um göngugötu væri að ræða. Pétur segir að margir ökumenn hafi þó tekið ábendingum hans um bann við akstri á göngugötunum vel. Sumir séu að ruglast, en aðrir ekki. Hvatningarorð frá öðrum vegfarendum Hann segist að mestu hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu, bæði á netinu og á göngugötunni sjálfri. „Fólk var líka bara ánægt þegar ég var að labba þarna niður. Ég var sá eini á göngugötunni, það voru allir aðrir á gangstéttinni. Enda svo sem ekki mikið pláss fyrir gangandi vegfarendur þegar það var allt fullt af bílum. Það var nú eitthvað fólk þarna sem hrópaði bara hvatningarorð að mér þarna,“ segir Pétur. Hann segist ekki telja að það hafi hjálpað að lögreglan hefði gefið út að hún myndi ekki sekta ökumenn sem keyrðu á göngugötunum sem um ræðir. Hann skilji þá ekki hvers vegna götunni sé ekki einfaldlega lokað í annan endann. „Ég held að það byggi á einhverjum misskilningi á nýjum umferðarlögum að það megi ekki. Það má alveg hafa lokað í annan endann og leyfa vörulosun og fötluðum að komast að þannig. Það þarf ekki að vera gegnumstreymisumferð.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í fyrradag svar við fyrirspurn á Twitter þar sem fram kom að lögreglan hefði ekki farið þá leið að sekta fyrir brot af þessu tagi. Var meðal annars vísað til fámennis í stéttinni og óskýrra merkinga sem gefa til kynna að um göngugötu sé að ræða. Til að sjá umræðuna sem lögreglan blandaði sér inn í má smella hér. Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Rétt, en við höfum ekki farið þá leið að byrja að sekta þarna, enda eru merkingar þess eðlis að við teljum ökumenn hreinlega ekki átta sig á breytingunni. Auk þess eru hlið ekki lokuð, til að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. Mögulega ertu ósammála þessu, en matið er okkar.— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Göngugötur Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Pétur Marteinn Urbancic, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, birti á dögunum Twitter-þráð þar sem hann sagði frá raunum sínum í samskiptum við ökumenn sem ætluðu sér að keyra Laugaveginn. Í gegn um tíðina hefur þótt lítið tiltökumál að taka Laugavegsrúnt eða tvo, en nú er staðan sú að Laugavegurinn, milli Frakkastígs og Klapparstígs, verður göngugata í allt sumar. Síðastliðinn þriðjudag birti Pétur tíst þar sem hann sagðist ætla að reyna að labba „göngu“ götuna, eins og hann setti það sjálfur fram. Þegar þetta er skrifað hafa 254 skellt „like“ á tístið. 20 like og ég posta vídjói af mér að reyna að labba "göngu"götuna— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Í þræði fyrir neðan tístið birtir Pétur síðan myndbönd þar sem hann gengur niður Laugaveginn með halarófu bifreiða skammt fyrir aftan sig. Í myndböndunum segist Pétur hafa bent ökumönnum á að akstur götunni væri óheimill, auk þess sem hann sést reyna að leiðbeina ökumönnum inn á götur sem opnar eru fyrir akandi umferð. Þá sést einnig þegar einn ökumaður virðist keyra á Pétur þegar hann reynir að leiðbeina honum á réttar slóðir. Ökumaðurinn lét þó á endanum segjast og beygði þangað sem leyfilegt er að aka. Ohh ég náði ekki rifrildinu mínu við leigubílstjórann sem sagði að hann hefði allraf mátt keyra þarna pic.twitter.com/6o4cdQNgEt— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Kominn með nóg af bílum á göngugötum Í samtali við Vísi segir Pétur að kveikjan að uppátækinu, að sýna fram á hve erfitt er að ganga göngugötuna sökum bílaumferðar, hafi einfaldlega verið reynsla hans af ökumönnum sem virði ekki reglurnar. „Ég á heima þarna rétt hjá og var eiginlega kominn með nóg af þessu. Ég labba þarna daglega og sé alveg að þetta er ekki bara fólk að ruglast. Oft er þetta bara frekja í ökumönnum. Ég var á leiðinni á Loft Hostel að hitta vini mína og ákvað bara að taka myndband meðan ég var að rölta þangað. Datt það bara í hug um leið og ég labbaði út úr húsi,“ segir Pétur og bætir við að ekki hafi verið um „fyrir fram planaða krossferð“ að ræða. Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Hann segist fyrst hafa rætt við leigubílstjóra, sem hafi verið nokkuð kurteis, en þó neitað að beygja af leið, þrátt fyrir að hafa verið bent á að gatan sem hann væri á væri göngugata. „Þegar hann lét loksins segjast, þá kom einhver kona. Hún keyrði nú á mig, svona létt rakst utan í mig. Það kveikti dálítið meira í mér og þá var ekki séns að ég myndi færa mig. Ég reifst eitthvað aðeins við hana og hoppaði upp í göngugötuskiltið og benti á það. Hún svaraði bara með því að skrúfa niður rúðuna og öskra ,Move you fucking idiot!‘“ Pétur segir að miðað við samskipti sín við konuna sé ekki óvarfærið að áætla að hún hafi ekki verið að ruglast. Hún hafi vitað að um göngugötu væri að ræða. Pétur segir að margir ökumenn hafi þó tekið ábendingum hans um bann við akstri á göngugötunum vel. Sumir séu að ruglast, en aðrir ekki. Hvatningarorð frá öðrum vegfarendum Hann segist að mestu hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu, bæði á netinu og á göngugötunni sjálfri. „Fólk var líka bara ánægt þegar ég var að labba þarna niður. Ég var sá eini á göngugötunni, það voru allir aðrir á gangstéttinni. Enda svo sem ekki mikið pláss fyrir gangandi vegfarendur þegar það var allt fullt af bílum. Það var nú eitthvað fólk þarna sem hrópaði bara hvatningarorð að mér þarna,“ segir Pétur. Hann segist ekki telja að það hafi hjálpað að lögreglan hefði gefið út að hún myndi ekki sekta ökumenn sem keyrðu á göngugötunum sem um ræðir. Hann skilji þá ekki hvers vegna götunni sé ekki einfaldlega lokað í annan endann. „Ég held að það byggi á einhverjum misskilningi á nýjum umferðarlögum að það megi ekki. Það má alveg hafa lokað í annan endann og leyfa vörulosun og fötluðum að komast að þannig. Það þarf ekki að vera gegnumstreymisumferð.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í fyrradag svar við fyrirspurn á Twitter þar sem fram kom að lögreglan hefði ekki farið þá leið að sekta fyrir brot af þessu tagi. Var meðal annars vísað til fámennis í stéttinni og óskýrra merkinga sem gefa til kynna að um göngugötu sé að ræða. Til að sjá umræðuna sem lögreglan blandaði sér inn í má smella hér. Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Rétt, en við höfum ekki farið þá leið að byrja að sekta þarna, enda eru merkingar þess eðlis að við teljum ökumenn hreinlega ekki átta sig á breytingunni. Auk þess eru hlið ekki lokuð, til að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. Mögulega ertu ósammála þessu, en matið er okkar.— LRH (@logreglan) May 31, 2020
Göngugötur Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira