Tekur ekki afstöðu um lækkun mögulegs eignarhlutar í sjávarútvegsfyrirtækjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 15:21 Samherjamálið rætt á Alþingi Vísir/Vilhelm „Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg? Að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag?“ spurði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag. „Ég held það þurfi ekki endilega að vera einhver stærðarmörk á fyrirtækjum til þess að stjórnendur þeirra eða þau fyrirtæki sjálf geti unnið gegn þjóðarhag. Ég held það sé ekkert sammerkt því að stór fyrirtæki geti endilega verið hættulegri þjóðarhag heldur en tiltölulega smáar, öflugar einingar,“ svaraði Kristján Þór. „Ég held að það sé ekkert samasemmerki milli stærðar og hættulegra athafna. Það er bara mín sannfæring.“ Mikil umræða hefur skapast undanfarið um samþjöppun í sjávarútvegi vegna tilkynningar um að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Oddný benti á í ræðu sinni að tíu stærstu útgerðir á Íslandi færu með meira en helming kvótans sem úthlutað er árlega og 20 stærstu með meira en 70 prósent kvótans. „Ofan á það bætist svo eignarhald þessara útgerðarrisa í öðrum útgerðum.“ Þá rifjaði hún upp þegar lög voru sett fyrir rúmum tuttugu árum sem voru samþykktar sérstaklega til að vinna gegn samþjöppun aflahlutdeildar sem talin var skaðleg, ekki síst út af mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. „Of sterk yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni þýddi meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og staða þeirra of sterk gagnvart stjórnvöldum.“ „Samþjöppun kæmi í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá gæti samþjöppun beinlínis unnið gegn þjóðarhag sérstaklega ef viðkomandi standa sig ekki í að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni.“ Þá sagði hún að eins og lögin hafi verið túlkuð hingað til megi einn aðili ráða yfir 12 prósentum kvótans sem úthlutað er og því til viðbótar eiga 49 prósenta hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem fara með þau 88 prósent sem úti standa. „Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum ýtir augljóslega undir samþjöppun og gengur þvert á anda laganna.“ Sjávarútvegsráðherra tók undir það að samþjöppun hafi verið mikil síðustu áratugi en það væru greinilega einhverjir undirliggjandi þættir í samfélaginu sem væru þess valdur að samþjöppunin ætti sér stað. „Ég held að grunnkrafan sem rekur á eftir þessari samþjöppun, þessari breytingum, sé krafan um það að þessi atvinnugrein sé rekin með hagnaði. Hún skili því til samfélagsins sem við öll viljum sjá.“ „Þetta hámark sem miðast við og er best þekkt sem tólf prósent af heildarafla þá var talað um það að sú krafa væri sett fram að greinin gæti skilað, það væri krafa um arðsemi og því fylgir það að greinin verður að þjappa sér með einhverjum hætti svona saman,“ sagði Kristján Þór. Þá sagðist hann ekki geta tekið afstöðu til þess hvort lækka ætti mögulegan eignarhlut aðila í öðrum fyrirtækjum úr 49 prósentum í 25 prósent líkt og Oddný sagði ýmsa hafa lagt til. „„Ég tel þá umræðu þurfa miklu meiri og ígrundaðri umræðu heldur en gefst hér og nú. Ég er á þeim stað að ég sé ekki með neina mótaða afstöðu til þess. Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var gert með þessum hætti og þetta hefur haldist með þessum hætti sem raun ber vitni.“ Sjávarútvegur Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00 Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg? Að áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála geti unnið gegn almannahag?“ spurði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag. „Ég held það þurfi ekki endilega að vera einhver stærðarmörk á fyrirtækjum til þess að stjórnendur þeirra eða þau fyrirtæki sjálf geti unnið gegn þjóðarhag. Ég held það sé ekkert sammerkt því að stór fyrirtæki geti endilega verið hættulegri þjóðarhag heldur en tiltölulega smáar, öflugar einingar,“ svaraði Kristján Þór. „Ég held að það sé ekkert samasemmerki milli stærðar og hættulegra athafna. Það er bara mín sannfæring.“ Mikil umræða hefur skapast undanfarið um samþjöppun í sjávarútvegi vegna tilkynningar um að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Oddný benti á í ræðu sinni að tíu stærstu útgerðir á Íslandi færu með meira en helming kvótans sem úthlutað er árlega og 20 stærstu með meira en 70 prósent kvótans. „Ofan á það bætist svo eignarhald þessara útgerðarrisa í öðrum útgerðum.“ Þá rifjaði hún upp þegar lög voru sett fyrir rúmum tuttugu árum sem voru samþykktar sérstaklega til að vinna gegn samþjöppun aflahlutdeildar sem talin var skaðleg, ekki síst út af mikilvægi fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. „Of sterk yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni þýddi meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og staða þeirra of sterk gagnvart stjórnvöldum.“ „Samþjöppun kæmi í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá gæti samþjöppun beinlínis unnið gegn þjóðarhag sérstaklega ef viðkomandi standa sig ekki í að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni.“ Þá sagði hún að eins og lögin hafi verið túlkuð hingað til megi einn aðili ráða yfir 12 prósentum kvótans sem úthlutað er og því til viðbótar eiga 49 prósenta hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem fara með þau 88 prósent sem úti standa. „Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum ýtir augljóslega undir samþjöppun og gengur þvert á anda laganna.“ Sjávarútvegsráðherra tók undir það að samþjöppun hafi verið mikil síðustu áratugi en það væru greinilega einhverjir undirliggjandi þættir í samfélaginu sem væru þess valdur að samþjöppunin ætti sér stað. „Ég held að grunnkrafan sem rekur á eftir þessari samþjöppun, þessari breytingum, sé krafan um það að þessi atvinnugrein sé rekin með hagnaði. Hún skili því til samfélagsins sem við öll viljum sjá.“ „Þetta hámark sem miðast við og er best þekkt sem tólf prósent af heildarafla þá var talað um það að sú krafa væri sett fram að greinin gæti skilað, það væri krafa um arðsemi og því fylgir það að greinin verður að þjappa sér með einhverjum hætti svona saman,“ sagði Kristján Þór. Þá sagðist hann ekki geta tekið afstöðu til þess hvort lækka ætti mögulegan eignarhlut aðila í öðrum fyrirtækjum úr 49 prósentum í 25 prósent líkt og Oddný sagði ýmsa hafa lagt til. „„Ég tel þá umræðu þurfa miklu meiri og ígrundaðri umræðu heldur en gefst hér og nú. Ég er á þeim stað að ég sé ekki með neina mótaða afstöðu til þess. Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var gert með þessum hætti og þetta hefur haldist með þessum hætti sem raun ber vitni.“
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46 Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00 Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. 19. maí 2020 15:46
Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. 15. maí 2020 17:00
Auðlind í eigu þjóðar? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. 12. febrúar 2020 15:00