Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd. Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd.
Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira