Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd. Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Þannig segja niðurstöður skoðanakönnunarinnar að yfir 55 prósent þeirra sem tóku afstöðu séu mótfallnir því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælaöldunni, og þar af 40 prósent sem séu mjög mótfallnir viðbrögðum hans. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær hvatti Trump ríkisstjóra í ríkjum Bandaríkjanna eindregið til að kalla út varalið til að ná tökum á mótmælaöldunni, ella yrði herinn kallaður til. Aðeins þriðjungur segist vera hlynntur því hvernig Trump hefur brugðist við mótmælunum. Miðað við skoðanakönnunina segjast 64 prósent Bandaríkjamanna sýna þeim sem mótmæla skilning, aðeins 27 prósent segjast ekki hafa skilning á mótmælunum og níu prósent segjast ekki geta gert upp hug sinn. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um Bandaríkin og hefur mótmælendum verið mætt með hörku af hálfu lögreglumanna í mörgum tilvikum. Mótmælin spruttu fyrst upp eftir að myndband þar sem sjá má lögreglumann í Minneapolis krjúpa á hálsi hins þeldökka George Floyd í nærri níu mínútur. Könnunin var framkvæmd í Bandaríkjunum í dag og í gær. Önnur könnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur einnig til kynna að Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sé kominn með tíu prósentustiga forskot á Trump á meðal skráðra kjósenda, en munurinn hefur aldrei verið meiri frá því að ljóst varð að Biden verði sá sem verði í framboði gegn Trump í nóvember. Sama könnun sýnir einnig að á sama tíma og 82 prósent repúblikana séu ánægð með störf Trump í embætti á heildina litið, eru aðeins 67 prósent þeirra ánægðir með hvernig Trump hefur tekið á mótmælum vegna andláts Floyd.
Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira