Um hljómplötur og stemningu Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 3. júní 2020 09:00 Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Tónlist Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist. Áhrifin af réttum takti á réttum tíma geta verið töfrum líkust. Músíkin hjálpar til við slaka á, hún hjálpar til við að koma sér í gírinn, hún getur aukið einbeitingu og svo ótal margt annað. Tónlistarfólk setur mikinn kraft og metnað í gerð tónlistar sem er svo send út í samfélagið í þeirri von að einhver tengi við merkingu eða stemningu laganna. Með aukinni tæknivæðingu og tilkomu streymisveita hefur útgáfa tónlistar tekið miklum breytingum og nú þekkist að tónlistarmenn gefi jafnvel eingöngu út einstök lög og hafi gefið plötuútgáfu upp á bátinn. Þannig hefur vægi plötunnar sem listform misst ákveðið vægi í samfélaginu sem ég tel leiðinlega þróun. Plötuútgáfa sem á sínum tíma þótti mikið tilhlökkunarefni og mynduðust gjarnan langar raðir fyrir utan verslanir á útgáfudögum platna sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Fólk rauk svo rakleiðis að næsta tiltæka plötuspilara og renndi í gegnum plötuna. Í dag hafa streymisveitur gengið frá stemningunni sem fylgdi plötuútgáfu að ákveðnu leyti. Tónlistarmenn hafa notað samfélagsmiðla og tengslanetið sitt til þess að búa til og viðhalda einhverri spennu fyrir plötuútgáfu en það höfðar ekki til fólks með sama hætti og áður, ég upplifi fáa sem ná upp einhverjum ofurspenningi fyrir plötuútgáfu nema þá kannski í besta falli hjá sínum allra uppáhalds listamönnum. Framboðið á góðri tónlist spilar líka mikið inn í þetta dæmi enda erfiðara að verða gíraður fyrir nýjum plötum þegar það kemur út geggjuð tónlist nánast daglega og allir hafa aðgengi að henni samstundis. Síðasta upplifun mín af raunverulegri gírun var þegar Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015. Platan kom þá í sölu áður en hún varð aðgengileg á netinu en ekki allir höfðu aðgengi að CD-spilara þar sem Apple hafði þá hætt að hafa slíka innbyggða í tölvurnar sínar. Þannig gátu einungis bílaeigendur og tölvueigendur með diskadrifi spilað plötuna þegar hún mætti án þess að þurfa að halda heim á leið í plötuspilara. Á bílastæði skólans varð því hlustunarhittingur í nokkrum bílum, enda flaug orðið um gæði plötunnar hratt milli manna. Ein afleiðinga stafrænu þróunarinnar og þess að gefa út stök lög frekar en heila plötu kann að vera minni hvati fyrir tónlistarfólk að virða plötur sem listform, en það tel ég mikla synd. Ég er einn af þeim sem elska að hlusta á plötur í gegn en mér finnst það besta leiðin til þess að tengjast sköpunarferli verksins og þeim áhrifum sem því er ætlað að hafa á hlustandann og ég reyni þannig að hlusta ekki of mikið á lög sem síðar eiga eftir að koma út á plötu. Ef marka má endurkomu vínylplatna þá er ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja njóta platna sem heildarverks, þó svo að augljóst sé að plötuútgáfa stendur ekki undir sér í sömu mynd og áður. Megi plötuútgáfa lifa sem lengst og halda áfram að veita okkur innblástur, frið og halda uppi stemningu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun