Gagnrýna uppsagnir á flugumferðarstjórum og vilja sjá þær teknar til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 12:04 Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa sent framkvæmdastjóra dótturfélags ISAVIA bréf þar sem uppsagnirnar eru harðlega gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29