Fótbolti

Hafa tólf daga til að nýta klásúlu í samning eins heitasta framherja Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timo Werner rennir knettinum framhjá nafna sínum Timo Horn í marki FC Köln um helgina.
Timo Werner rennir knettinum framhjá nafna sínum Timo Horn í marki FC Köln um helgina. EPA-EFE/INA FASSBENDER

Timo Werner, framherji RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabil. Hefur hann verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Manchester United. 

Werner er með klásúlu í samningi sínum við Leipzig sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fái það boð upp á 49 milljónir punda eða ríflega átta milljarða íslenskra króna.

Sú klásúla rennur út á mánudaginn 15. júní.

Werner vill persónulega fara til Liverpool og vinna með landa sínum Jurgen Klopp en enska félagið er ekki tilbúið að borga uppsett verð samkvæmt heimildum Sky Sports. Þá hefur Chelsea verið í viðræðum við Leipzig um hinn 24 ára gamla framherja.

Werner, sem er samningsbundinn Leipzig til 2023, hefur skorað 25 mörk í 29 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Vill hann helst fara til félags sem leikur reglulega í Meistaradeild Evrópu og að hann yrði fyrsti kostur í framlínuna.

Hvorki Manchester United né Chelsea geta verið fullkomlega örugg með sæti í Meistaradeild Evrópu að ári og því verður forvitnilegt að sjá hvað þýski framherjinn ákveður að gera í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×