Þrjátíu milljóna króna viðbótarframlag til Jemen Heimsljós 3. júní 2020 15:16 UNFPA Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen. Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu. Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði. Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins. Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen. Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu. Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði. Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins. Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent