Rúnar Páll: Veigar fór í FH og fékk samning lífs síns á þessum aldri Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 21:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Veigar Páll Gunnarsson í bakgrunni. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6) Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6)
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira