Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. júní 2020 07:38 Mattis segir Trump viljandi reyna að tvístra bandarísku þjóðinni. EPA/JIM LO SCALZO James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira