Skilaboð Michael Jordan í hópi með þeim áhrifaríkustu að mati USA Today Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 12:30 Michael Jordan gaf yfirlýsinguna út á sunnudaginn síðasta. EPA/SHAWN THEW Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin. Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Bandaríski miðillinn USA Today safnaði saman nokkrum af áhrifmestu skilaboðunum sem íþróttafólk í landinu hefur sent frá sér eftir að blökkumaðurinn George Floyd dó eftir ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna. Bandarískt þjóðfélag hefur verið á öðrum endanum eftir að myndband birtist af því hvernig hvítur lögreglumaður lá með hnéð sitt ofan á hálsi hins óvopnaða George Floyd þar til að hann lést. Fyrstur á blaði er Michael Jordan sem er búinn að fá nóg af óréttlætinu sem blökkumenn þurfa að þola í Bandaríkjunum þrátt fyrir að árið sé 2020. Jordan er ekki vanur að tjá sig um þjóðfélagsmál eins og mikið var gert úr í Last Dance heimildarþáttunum og því vöktu skilaboð hans mikla athygli. „Ég finn fyrir sársauka allra, hneykslun þeirra og pirringi. Ég stend með þeim sem kalla eftir breytingum á kerfi þar sem kynþáttamisrétti og ofbeldi gagnvart lituðu fólki er rótgróið. Við erum búin að fá nóg,“ skrifaði Michael Jordan. Looking at some of the most powerful messages from athletes and coaches in the aftermath of George Floyd's death. pic.twitter.com/inonNhLe71— USA TODAY Sports (@usatodaysports) June 3, 2020 Sá næsti sem komst í hópinn með áhrifamestu skilaboðunum er NFL-leikstjórnandinn Russel Wilson sem sagði að bandaríska þjóðin geti ekki lengur látið sem ekkert séð því ástandið þurfi að breytast strax í dag. „Við getum ekki lengur látið sem svo að rasismi heyri sögunni til eða að hann hafi aldrei verið til. Ofbeldið gagnvart svörtu og lituðu fólki verður að hætta. Við þurfum breytingu strax í dag,“ skrifaði Russell Wilson. Þriðji í röðinni var Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs og einn allra besti leikmaður deildarinnar. „Ég vona að þjóðin geti lært af óréttlætinu sem við höfum orðið vitni að svo að þetta verði eins og í búningsklefanum þar sem allir eru viðurkenndir,“ skrifaði Patrick Mahomes. Aðrir sem eru teknir fyrir í samantekt USA Today eru bandaríski landsliðsþjálfarinn Gregg Popovich og nýliðinn Joe Burrow sem var valinn fyrstur í síðasta nýliðavali NFL-deildarinnar. „Þetta er ekki pólitík. Þetta eru mannréttindi,“ skrifaði Joe Burrow meðal annars. Síðastur er síðan Colin Kaepernick sem fórnaði NFL-ferlinum sínum til að berjast fyrir réttindum blökkumanna og var í staðinn útskúfaður úr NFL-deildinni. Hans orð eru líka tekin fyrir þar sem hann segir að uppreisn fólksins séu einu rökréttu viðbrögðin.
Dauði George Floyd NBA NFL Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira