„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 09:05 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. Mikhail Metzel/Getty Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Mannréttindaráð SÞ samþykkti á síðasta ári tillögu Íslands um úttekt á stöðu mannréttindamála í Filippseyjum. Í skýrslunni segir að fíkniefnastríðið í Filippseyjum, sem háð hefur verið að frumkvæði Rodrigo Duterte, forseta landsins, megi túlka sem „leyfi til að drepa.“ Barátta stjórnvalda hefur einkennst af harkalegri beitingu lögregluvalds gegn grunuðum fíkniefnasölum og neytendum. Í kosningabaráttu sinni lofaði Duterte, sem náði kjöri árið 2016, að taka hart á glæpum í landinu. Lögreglan í Filippseyjum hefur ekki þurft leitarheimild til þess að leita í húsakynnum þeirra sem grunaðir eru um að hafa fíkniefni í fórum sínum, samkvæmt mannréttindaskrifstofu SÞ. Eins segir embættið að lögreglan hafi ítrekað þvingað fram játningar sakborninga með hótunum um alvarlegt ofbeldi. Síðan átak Dutertes hófst árið 2016 hefur það aðeins einu sinni gerst að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir morð, en þrír úr þeirra röðum voru dæmdir árið 2017 fyrir morð á ungum námsmanni. Tillaga Íslands olli hörðum viðbrögðum Ísland lagði á síðasta ári fram tillögu um úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum í mannréttindaráði SÞ. Tillagan var naumlega samþykkt og olli nokkurri ólgu í samskiptum ríkjanna tveggja. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu kallaði þær þjóðir sem greiddu atkvæði með tillögunni hræsnara, og sagði að Filippseyingar yrðu sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem hefði þóst vera þeim vinveittir, en væru í raun „falsvinir.“ Í kjölfar samþykktarinnar ýjaði Teodor Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, að því að Fillippseyjar ættu að draga sig úr mannréttindaráðinu. Duterte forseti var sá sem brást einna harkalegast við, en hann var afar ósáttur með framgöngu íslenskra stjórnvalda. Hann sagði meðal annars að Íslendingar borðuðu bara ís, og að hann óskaði þess að þjóðin frysi í hel.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Fíkn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira