Íslenski boltinn

Þorkell Máni: KR-ingar taka fram hjartastuðtækið og verja titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Varamarkvörðurinn Sindri Snær Jensson er hér með bikarinn.
KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Varamarkvörðurinn Sindri Snær Jensson er hér með bikarinn. Vísir/Daníel Þór

Þorkell Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Stöðvar tvö í Pepsi Max deildar karla, heldur að KR-ingar fari alla leið og verði Íslandsmeistarar annað árið í röð.

Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson voru í upphitunarþættinum hjá Guðmundi Benediktssyni í gær þar sem farið var yfir lið ÍA, KA og KR.

Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína hreint út í lok umfjöllunar um KR hvort að KR myndi verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.

„Ég ætla að segja já. Ég held að menn séu alveg gíraðir í það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Ég ætla að trúa því að menn nái að taka fram hjartastuðtækið og kveikja þarna á eldri borgurum í liðinu,“ sagði Þorkell Máni, brosti og hélt svo strax áfram:

„Ég er bara að segja þetta því þetta pirrar þá svo ógeðslega mikið,“ sagði Þorkell Máni hlæjandi.

„Ég stend með mínum KR-ingum og spái þeim alls ekki titlinum,“ sagði Sigurvin Ólafsson og fékk skot frá Mána um leið.

Það má sjá spá þeirra fyrir KR hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×